Aukning ferðamanna í febrúar var 34,4% milli ára

Þá fóru um 70,500 erlendir ferðamenn frá landinu skv. talningu Ferðamálastofu í Leifsstöð. Bretar voru að venju yfir veturinn langflestir eða 29.250 og næst komu 9.039 Bandaríkjamenn. Þessar tvær þjóðir eru því um 54% farþega. Í þriðja sæti voru svo 3.695 Frakkar.