Fækkun ferðamanna í apríl 2018

Ferðamönnum um Leifsstöð fækkaði um 3.9% í apríl á milli ára!
Bandaríkjamenn og Bretar voru að venju fjölmennastir.  Fjölgun frá áramótum nemur núna 3,7%.  Þetta er í fyrsta skiptið síðan 2010 sem fækkun verður milli mánaða.  Fjölgun á Íslandi er þó talsvert yfir því sem gengur og gerist hjá öðrum löndum.
Nánari greining: Að auki færast styttri ferðalög í vöxt svo sem borgarferðir, sem er alheimsþróun og enn frekar hjá kostnaðarsamari áfangastöðum eins og Íslandi. Hægari fjölgun ferðamanna en verið hefur undanfarin ár, hefur því meiri áhrif utan Reykjavíkur og Suðurlands. Þannig ætti hún t.d. mynda að hafa minni áhrif á veitingastaði í Reykjavík og nágrenni, en fjær borginni. Talsverð fjölgun veitingastaða í borginni hefur þannig hér meiri áhrif á það að margir hafa fundið fyrir samdrætti milli ára.