Fjölgun ferðamanna til Íslands árið 2015, jákvæðir og neikvæðir þættir og spá

Heildarfjöldi ferðamanna árið 2014 var um 1.109.000 sjá sundurgreiningu hér fyrir neðan.

NETIÐ – Visitor‘s Guide. Ábyrgðarmaður: Hákon Þór Sindrason, rekstrarhagfræðingur. Allar ábendingar vel þegnar svo sem ef eitthvað hér að neðan er ekki haft rétt eftir.

Jákvæðir þættir (tækifæri)

Fjölgun flugfélaga sem fljúga til Íslands, og fjölgun áætlunarleiða einstakra flugfélaga.
– Félögin verða alls 22 um háannatímann sumarið 2015 (sem er svipað og 2014) og áfangastaðir alls 73.
– Fjölgun ferðamanna sem átti sér stað á árinu 2014, síðustu ár og það sem af er ári. Það er vísbending um árið 2015.
Eldgosin á Íslandi og sú mikla umfjöllun sem var / hefur verið síðustu ár erlendis vegna þeirra.
Markaðsherferðir svo sem „Inspired by Iceland“ og „Ísland allt árið“ sem fylgdu í kjölfar eldgosa og hrunsins.
Icelandair fjölgar áfangastöðum um tvo, Portland, Oregon í Bandaríkjunum og Birmingham í Englandi. Einnig verðurauking í tíðni ferða til sumra áfangastaða og félagið stefnir á að flytja rúmlega 2,9 milljónir farþega eða um 12% aukning frá fyrra ári og áfangastaðir eru alls 41.
WOW Air  fjölgar leiðum um fimm og þar má fyrst nefna að Boston og Washington bætast við í vor og þangað verður flogið með nýjum Airbus flugvélum! með alls um 10 flug á viku. Svo bætast við Tenerife, Billund og Róm tveir síðastnefndu þó eingöngu um sumrin. Áfangastaðir þeirra eru því alls 20 talsins. Félagið stefnir á 60% fjölgun farþega á árinu og   þeir verði um 800 þúsund.
EasyJet, hefur stuðlað að mikilli fjölgun breskra ferðamanna hér. Fjöldi áfangastaða voru orðnir átta talsins í lok ársins 2014 og á árinu 2015 hafa m.a. bæst við Belfast á Írlandi og Genf. Félagið áætlar að flytja um 400 þúsund manns á árinu, sem dæmi er aukning á fjölda farþega feb. 2015 vs. árið áður um 50%.
Delta air þriðja flugfélagið sem flýgur til Bandaríkjana hyggst bæta við Minneapolis en félagið hefur hingað til flogið daglega yfir sumarið frá New York, jafnframt lengist flugtímabilið um 6 vikur.
– Fleiri erlend flugfélög flugu/fljúga til Íslands, svo sem Lufthansa, German Wings, og Primera Air.
Fjölgun flugfélaga, hefur haft og mun hafa enn frekar í för með sér að félögin bjóða mikið af flugsætum bæði erlendis og innanlands á tilboðsverði til að endar nái saman.
Fjölgun hótela og annars gistirýmis. Talsverð fjölgun hótelherbergja er fyrirsjáanleg árið 2015 eða um 700 herbergi, og eins árið 2016. Hér má nefna nýtt Fosshótel á Höfðatorgi, og stækkun Icelandair Marina. Einnig aukning víða um landið. Þetta eykur framboð gistirýmis og stuðlar þar með að fjölgun ferðamanna. Nýting á höfuðborgarsvæðinu var frábær 2014 eða 84%.
– Ýmiss erlend stórblöð og alþjóðlegir ferðavefir svo sem Lonely Planet hafa sett Reykjavík og Ísland í eitt af efstu 10 sætunum yfir áhugaverðustu staðina til að heimsækja, á síðustu árum. Hin mikla kynning sem landið hlaut í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli hefur hér haft mikið að segja. CNN valdi Reykjavíkurborg eina af tíu áhugaverðustu borgunum fyrir vetrarfrí.
– Umfjöllun um Ísland erlendis í gegnum kvikmyndir og sjónvarpsþætti og viðtöl við þekkta Íslandsvini. Þættir eða kvikmyndir þar sem Ísland kemur við sögu svo sem Fortitude og „the secret life of Walter Mitty“, með Ben Stiller.
– Aukin ásókn erlendra kvikmyndafyrirtækja í að nota Ísland sem tökustað. Þeir „ferðamenn“ dvelja lengi og skila þúsundum gistinátta. Umfjöllun erlendra fjölmiðla um land og þjóð fylgir slíku.
Fjölgun „Íslandsvina“ svo sem leikara og tónlistarmanna, með tilheyrandi auglýsingagildi þar með taliðsamfélagsmiðla sem tugir ef ekki hundruðir þúsunda aðdáenda þeirra lesa.
-Ákveðin ímynd öryggis, sem Ísland hefur. Til samanburðar hefur „öryggisímynd“ annarra – framandi landa, eins og Indlands, Dubai, landa í Miðausturlöndum o.fl. minnkað mikið undanfarið með tilheyrandi fækkun ferðamanna. Svo litið sé okkur nær á sama við um ákveðin Evrópulönd svo sem Frakkland, Danmörk o.fl.
Hagstætt gengi krónunnar, ferðamenn fá mikið fyrir peninginn. Það er þó sérlega útbreiddur misskilningur (áróður) að þeim finnist ódýrt á Íslandi. Slíkt virðist einkum eiga við um Norðmenn og Svisslendinga. Einn erlendur ferðamaður orðaði þetta svona eftir hrun; „Iceland used to be very expensive, now it is only expensive“.
Ráðstefnu- og Tónlistarhúsið Harpa, hýsir stórar og fjölmennar ráðstefnur og fundi á árinu og næstu árum. Ráðstefnuskrifstofa  hjá Reykjavíkurborg hjálpar við kynningu borgarinnar fyrir slíkt.
– Síaukið aðdráttarafl náttúrufyrirbæra svo sem Norðurljósana.
Fjöldi viðburða svo sem Iceland Airways, Food and fun, Hönnunarmars, Vetrarhátíðin og alls konar menningarviðburðir freista æ fleiri til að heimsækja landið og hjálpa til við markaðssetningu þess.
– Á annað hundrað skemmtiferðaskip munu koma til landsins á árinu, þau stoppa oft í nokkrum höfnum og þannig stoppa hátt í hundrað skip á Akureyri.

Neikvæðir þættir (ógnanir)
Almennt má segja um ógnanir að þær eru minni fyrir Ísland en flest samkeppnislönd. Sumt hér að neðan einkum neðstu tveir þættirnir tengist meira almennu samkeppnisumhverfi greinarinnar.

Samdráttur í hagkerfum ákveðinna landa og efnahags erfiðleikar draga úr kaupmætti manna og þar með ferðalögum.
Verðlag þykir mörgum hátt. Borgin er oft talin upp með dýrari borgum þegar skrifað um þær. Könnun og skýrsla Boston Consulting 2014 o.fl.fl., sýndi að mörgum erlendum ferðamönnum þykir verðlag hátt. Kannanir sýna að almennt kvarta um fimmtungur ferðamanna yfir verðlagi. Ímynd „dýrtíðar“ vofir því enn yfir landinu og fælir alltaf einhverja frá.
Flugfélög sem hætta að fljúga hingað svo sem Thomas Cook Airlines sem flaug tvisvar í viku síðastliðin 2 sumur.
– Óróleiki sem hefur verið í sumum eldstöðvum landsins síðustu ár, sem fælir eflaust einhverja frá. Þessi þáttur fer þó mjög þverrandi.
Sjúkdómar og faraldar svo sem ebóla o.fl. sem geta haft áhrif á ferðalög ákveðin hóps, slíkt ætti þó að hafa mun minni áhrif á Ísland en önnur lönd.
Aukin samkeppni frá nýjum aðilum í ferðaþjónustu getur komið eldri fyrirtækjum í vanda. Þetta á einkum við um smærri fyrirtæki þar sem „entry barriers“ er litlir og stundum ákveðin gullrafarastemming. Margir nýliðanna hafa ekki haft tilskilin rekstrarleyfi, eins og við höfum ítrekað bent á. Eftirlit og vitund eykst þó með hverju ári.
– Ferðamenn ákveða oft ferðir með stuttum fyrirvara (m.a. vegna tilboða flugfélaga), sem þýðir etv. að erfiðara er fyrir aðila að gera áætlanir. Eins er lengd ferða oft styttri en áður fyrr. Þetta er þó líka sumpart jákvæður þáttur.

Almennt um fjölgun:
Það sem helst stuðlar að fjölgun ferðamanna er fjölgun flugfélaga, flugleiða og áfangastaða. Gera má ráð fyrir að Easy Jet hafi t.a.m. verið einn stærsti áhrifavaldurinn á þessu sviði árið 2014, auk aukningar frá Icelandair. Ofangreind aukning hjá Icelandair verður líklega mesti aukningar drifkrafturinn árið 2015.

Spár um fjölda ferðamanna:
NETIÐ markaðs- og rekstrarráðgjöf spáir því um ferðamönnum muni fjölga um á bilinu 22,5% – 24%.

Hagfræðideild Lands­bankans gerir ráð fyrir að ferða­mönnum muni fjölga um 15% árið 2015.
-Greiningardeild Arion banka spáir 13,7% aukningu ferðamanna árið 2015 (kynnt á morgunverðarfundi bankans 11.sept 2014).
-Greiningardeild Íslandsbanka spáir að ferðamönnum fjölgi um 23% á árinu.

Heimildir í stafróðsröð:  Ferðamálastofa, Fréttablaðið, Greininardeildir bankana, Isavia, Íslandsbanki; íslensk ferðaþjónusta mars 2015. Morgunblaðið, ýmsar vefsíður svo sem fjölmiðla, Turisti.is.