Fjölgun í ágúst rúm 16% og spáum yfir 20% aukningu á árinu

Aukning m.v. sama tíma í fyrra var 16,4%, þegar um 153.400 ferðamenn fóru frá landinu um Leifsstöð. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða tæp 15% næst koma Þjóðverjar, svo Frakkar og svo Bretar. Heildarfjölgun frá áramótum er u.þ.b. 700.000 eða heil 23,5%!. Við spáum því að heildaraukning yfir árið verði vel yfir 20% eða nálægt 25% á að giska og að fjöldi ferðamanna nái yfir 1 milljón ÞRÁTT fyrir eldgos-ið – þó svo framarlega að ekki verði um e.a. hamfaragos að ræða. Gosið er ef svo fer sem horfir er frábær og ómetanleg endurgjaldslaus landkynning!. Við munum senda nánari greiningu á þessu o.fl. síðar.