Fjölgun í desember og á árinu

Ferðamenn um Leifsstöð í des. voru um 41.700, og fjölgaði um hvorki meira né minna en (48,8%) frá des. 2012. Bretar voru langflestir (32,7%) og svo Bandaríkjamenn (14,3%). Heildarfjöldi ferðamanna árið 2013 um Leifsstöð var um 781.000 og aukning (20,7%) miðað við síðasta ár. Hver mánuður á árinu alveg eins og í fyrra var metmánuður, fjölmennastir yfir árið voru Bretar svo Bandaríkjamenn svo Þjóðverjar.