Fjölgun í október tæp 18% og rúm 19% það sem af er árinu

Aukning ferðamanna um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í október var 17,6% milli ára. Um 53 þúsund ferðamenn fóru frá landinu. Bretar voru flestir eða 24,6% og svo Bandaríkjamenn 13,5%, þarnæsta frændur okkar Norðmenn tæp 9%. Norðurlandabúar sem heild eru alls um 23%. Heildaraukning frá áramótum er 19,1%, en um 693 þúsund erlendir ferðamenn hafa farið frá landinu um FLE. Aukningin er hlutfallslega meiri nú í haust og vetur eins og við höfðum spáð, sem er gott fyrir greinina.