Heildarfjöldi ferðamanna á árinu og í desember

Heildarfjöldi árið 2014 – Leifsstöð
Heildarfjöldi ferðamanna um Leifsstöð var rúm 969 þúsund og aukning 24,1% miðað við síðasta ár. Hver mánuður á árinu var alveg eins og í fyrra metmánuður, fjölmennastir yfir árið voru Bretar svo Bandaríkjamenn svo Þjóðverjar.

Aðrir flugvellir og Norræna
Að þeim viðbættum alls tæplega 30 þúsund er fjöldinn um 997 þúsund árið 2014 en um er að ræða 190 þúsund fleiri ferðamenn en árið 2013. Aukningin milli ára nemur 23,6%.

Skemmtiferðaskip og fleira
Þá komu tæplega 105 þúsund farþegar með 90 skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur, aukning milli ára um 13,4%. Um 95% skemmtiferðaskipa til landsins hafa viðkomu í Reykjavík (um 2.400 farþegar eru t.a.m. í Hafnarfirði) og því er heildarfjöldinn um 110 þúsund – (inn í þessu eru þó ekki áhafnir skipana yfir 40 þúsund manns) og fjöldi ferðamanna því kominn í 1.107.000. Auk þess má loks áætla um 1 þúsund manns með skútum eins og árið áður.Heildarfjöldi ferðamanna er því um 1.108.000 sem er meira en þreföld íbúatala landsins. Heildaraukning milli ára nemur því um 21,2%. Talan inniheldur þó færri „hausa“ þar sem sumir koma nokkrum sinnum á ári svo sem þeir sem koma hér í viðskiptaerindum. Þetta er í takt við spá okkar um að fjölgun ferðamanna yrði vel yfir 20% á árinu. Allar ofangreindar tölur eru háðar lítilsháttar skekkjumörkum.

Fjölgun í desember 2014
Ferðamenn um Leifsstöð í des. voru 53.716 og fjölgaði um tæp 29% milli ára. Bretar voru langflestir svo Bandaríkjamenn og svo Kínverjar
Spá um fjölda ferðamanna árið 2015, sbr. grein í Fréttablaðinu á dögunum og hér að neðan verður sett fram væntanlega í byrjun janúar.


Heimildir vegna ofangreinds og nánari upplýsinga:
Vefur Ferðamálastofu, Faxaflóahafnir, Hafnarfjarðarhafnir, Siglingamálastofnun. Tölur eru stöku sinnum lítillega námundaðar og geta innihaldið lítilsháttar skekkjumörk, þó ekki tölur frá Leifsstöð.