Heildarfjöldi ferðamanna árið 2013

Leifsstöð, aðrir flugvellir og Norræna
Heildarfjöldi ferðamanna árið 2013 um Leifsstöð var um 781.000 og aukning 20,7% miðað við 2012. Hver mánuður á árinu var metmánuður, fjölmennastir yfir árið voru Bretar, því næst Bandaríkjamenn og Þjóðverjar þar á eftir. Talningar Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ná til um 96% erlendra ferðamanna sem koma til landsins. Þannig koma um 32.500 farþegar um flugvellina í Reykjavík, á Egilsstöðum og Akureyri, og skipafarþegar með Norrænu. Þær tölur er þó ekki hægt að greina eftir þjóðernum, líkt og hægt er með farþega sem fara um Leifsstöð. Þannig er heildarfjöldi hér 813,500. Oft er eingöngu miðað við þessar tölur í umræðunni um fjölda ferðamanna. Þau sögulegu og góðu tímamót eru að núna eru fleiri ferðamenn um Leifsstöð að koma utan háannar (vetur) eða 54% á móti 46% að sumri til (júní-ágúst).

Smellið á myndina til að stækka. Heimild Faxaflóahafnir sf.

Skemmtiferðaskip og líka skútur!
Auk þessa fjölda komu um 92.500 farþegar með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur (80 skip) eða tæplega 1% fleiri en á árið 2012. Tæplega 94% skemmtiferðaskipa til landsins hafa viðkomu í Reykjavík og því er heildarfjöldinn um 99.500. – Auk þess eru áhafnir á skipunum en þær eru ekki taldar með, heildarfjöldi áhafnarmeðlima er um 38.000 með þessum skipum. Svo allt sé tekið til komu að auki um1.000 manns með skútum til Reykjavíkur á 60 skútum (en 55 árið 2012)!. Skip og skútur eru (nær eingöngu sumar) telja því um 100.500 alls eða svipað og árið 2012, þ.e. talan án áhafnameðlima.

Heildarfjöldi allra ferðamanna til landsins er því um 914 þúsund (auk áhafna skemmtiferðaskipa), eða nærri þreföld íbúatala landsins og aukningin milli ára er um 19%. Talan inniheldur þó færri „hausa“ þar sem sumir koma nokkrum sinnum á ári svo sem þeir sem koma hér í viðskiptaerindum.

Ferðamenn í janúar 2013 og 2014 eftir þjóðernum. Heimild Ferðamálastofa.

Fjöldi í janúar 2014 – 40% aukning
Um 46 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá Leifsstöð í janúar samkvæmt talningum Ferðamálastofu. Hér er um að ræða 40,1% fjölgun milli ára. Bretar voru langfjölmennastir eða 35,5%, svo Bandaríkjamenn,14,5% af heild. Þessar tvær þjóðir eru því um helmingur allra.

Síðar í febrúar munum við birta horfur vegna ársins 2014, bæði jákvæðar og neikvæðar. Eins og við höfum oft bent á er eykst framboð afþreyingar, verslunar og nú (framundan) gistirýmis, oft hlutfallslega meira en fjöldi ferðamanna. Við erum að vinna í því að safna gögnum vegna þessa.

Heimildir vegna ofangreinds og nánari upplýsinga og greiningar á vefsíðu:
Vefur Ferðamálastofu, Hagstofan, Seðlabankinn, Morgunblaðið, Fréttablaðið, Icelandair og WoW air vefir og samtöl, Höfuðborgarstofa, Rannsóknir og Ráðgjöf í ferðaþjónustu, Faxaflóahafnir, SAF, Íslandsbanki vefur og fréttabréf. Tölur eru stöku sinnum lítillega námundaðar og geta innihaldið lítilsháttar skekkjumörk, þó ekki tölur frá Leifsstöð.