NETIÐ gerði á árunum 1997-98 stóra rannsókn á ímynd Íslands erlendis þar sem meðal annars voru tekin viðtöl við15 íslensk fyrirtæki og stofnanir, 5 dönsk og sænsk fyrirtæki og 600 neytendur í þessum löndum.

Mörg fyrirtæki og stofnanir fjárfestu í rannsókninni á sínum tíma ma. Icelandair, SH, Útflutningsráð og nokkur ráðuneyti.  Einnig voru fyrirlestrar haldnir fyrir nokkra aðila s.s. Útflutningsráð. Við höfum gert viðbótarkannanir um efnið frá upphaflegri rannsókn meðal annars um ímynd Reykjavíkur og Íslands og spurt þar meðal annars starfsmenn í gestamóttökum hótela og upplýsingaþjónusta. Niðurstöðurnar eru í „bókinni“ sem gefin var út um efnið síðast 2006, en hún er alls um 120 síður auk viðauka. Í stefnumótunartillögunum 1998 var stofnunVatnajökulsþjóðgarðar meðal annars lagt til.Apríl 2011
Niðurstöður kannana erlendis, meðal ferðamanna á Íslandi og í könnunum í gestamóttökum nýverið sýna eins og flestir vita að náttúran er mest nefnd, en jafnframt að margir erlendis telja að hér sé mjög kalt og kaldara en það er í raun, sumir dýrt, sumir mjög dimmt. Raunveruleikinn er sá að í Reykjavík er hitastigið í janúar næst hæst af höfuðborgum Norðurlandanna! og birtustundir á ári eru fleiri á Íslandi en í Flórída!Í Visitor’s Guide bókinni eru greinar sem undirstrika þetta, sbr. meðfylgjandi.

Bls.150 við hlið Flugfélags Íslands
Bls 170 við hlið auglýsingar Icelandic Excursions
Innri kápusíða í bók ÍTR (verð var reyndar hækkað í byrjun árs)

Niðurstöður könnunar erlendis og meðal starfsmann í gestamóttökum.

Hverja telur þú vera ímynd Íslands í hugum erlendra ferðamanna? Könnun bréfleiðis, meðal starfsmanna í gestamóttökum 2009-10, úrtak 65 staðir.
„What is the first thing that comes to your mind when you think of Iceland“ Könnun 1998, meðal 600 neytenda í Danmörk og Svíþjóð


Eldri greinar um efnið:

Ímynd Íslands og Reykjavíkur síðari grein úr Morgunblaðinu – stefnumótunartillögur 2006
Ímynd Íslands og Reykjavíkur fyrri grein Mbl. – kannanir 2004
Ímynd Íslands tillögur og stefnumótun 2001 – grein Mbl.
Ímynd Íslands og íslenskrar vöru og þjónustu erlendis – síðari grein Mbl. 1998
Ímynd Íslands og íslenskrar vöru og þjónustu erlendis – fyrri grein Mbl. 1998