NetidLogohvítt transparent

Ráðgjafarfyrirtæki
NETIÐ markaðs- og rekstrarráðgjöf hefur unnið að ráðgjafarverkefnum fyrir mörg fyrirtæki. Verkefni okkar eru á sviði ráðgjafar, rannsókna, upplýsingatækni, stefnumótunar og markaðsmála, ímyndarvinnu, gerð viðskiptaáætlana fyrir fyrirtæki og markaðssetningar með hjálp gagnagrunna. Þá tekur fyrirtækið að sér lögfræðileg verkefni einkum á sviði samkeppnisréttar. Einnig hefur NETIÐ framkvæmt fjölda kannana meðal starfsmanna í ferðaþjónustu.

Meðal viðskiptavina má nefna Útflutningsráð og Reykjavíkurborg ásamt fjölda fyrirtækja innan ferðaþjónustu. NETIÐ gerði auk þess viðamikla rannsókn á ímynd Íslands og íslenskrar vöru og þjónustu erlendis, sem meðal annars fól í sér könnun meðal 600 manns í Danmörk og Svíþjóð, könnun meðal íslenskra, danskra og sænskra fyrirtækja og stefnumótunartillögur. Jafnframt hefur NETIÐ gert rannsóknir um sama efni meðal starfsmanna í gestamóttökum.

Starfsmenn
Hákon Þór Sindrason, framkvæmdarstjóri.
Menntun: Viðskiptafræðingur af markaðssviði Háskóla Íslands, Rekstrarhagfræðingur frá Verslunarháskólanum í Kaupmannahöfn, svið: Alþjóða markaðsfræði, stefnumótun og hagfræði.
Sérsvið: Ráðgjöf á sviði markaðsmála, stefnumótunar og rekstrar.

Gunnar Bold, verkefna- og tæknistjóri. Tæknifræðingur af orku- og umhverfissviði Háskóla Íslands, vann í 5 ár hjá NETINU og tekur að sér stöku verkefni.

Daníel Agnarsson, markaðsfulltrúi. Hlutastarf með námi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, frá árinu 2011.

Gunnlaugur Ragnarssson, bókari og launamál.

Auk ofangreindra starfsmanna hefur fyrirtækið samstarf við lögfræðinga, tvo verkfræðinga, endurskoðanda og ýmis fyrirtæki vegna einstakra verkefna. Ef mannauður vegna ákveðins verkefnis er ekki til staðar hjá föstum starfsmönnum er leitað til þeirra. Fyrirtækið er einnig í samvinnu við nokkrar auglýsingastofur vegna ýmissa verkefna.

Við erum vandfýsin við val á birgjum/ aðkeyptri þjónustu og veljum þá bestu á sínu sviði. Við gerum miklar en sanngjarnar kröfur til birgja svo sem varðandi réttar tímasetningar, fagmennsku og að varan/ þjónustan standist verklýsingar. Jafnframt veljum við viðskiptavini af kostgæfni. Meðal stærstu birgja okkar eru; Prentsmiðjan Oddi, hugbúnaðarfyrirtækið Dacoda og auglýsingastofan Fín Lína auk aðkeypts tæknistjóra. Fyrirtækið áskilur sér rétt til að hljóðrita samtöl sem tengjast starfsemi fyrirtækisins, einkum ef talið er að brotið sé á okkur á sviði samkeppnisréttar.

Stjórnarmenn og -konur fyrirtækisins eru fjögur og hafa bakgrunn á sviði hagfræði, lögfræði, ferðamálafræði og MBA.

MarkaðsNetið
Eining NETSINS innan ferðaþjónustu, MarkaðsNetið, hefur verið starfrækt frá árinu 1995 og felst meðal annars í markaðsþjónustu og útgáfustarfssemi fjögurra miðla.

Upplýsingamappa
Upplýsingamappa Netsins er á sex tungumálum, með efni frá völdum fyrirtækjum. Hún er höfð frammi á hótelum, gistiheimilum og upplýsingaþjónustum og er ætluð ferðamönnum og starfsmönnum ferðaþjónustu. Mappan hefur verið í boði frá árinu 1996. Reglulega er farið á gististaði til að uppfæra möppuna og minnt á fyrirtækin í henni.

Upplýsingabók – Visitor’s Guide
Dreift á hótel, gistiheimili, upplýsingaþjónustur og víðar, en einnig á ferðaskrifstofur innanlands og erlendis. Hún hefur verið í stöðugri þróun frá því hún kom fyrst út árið 2000, meðal annars eftir kannanir og ábendingar starfsmanna í ferðaþjónustu. Efnisval miðast auk þess við rannsóknir Ferðamálaráðs og NETSINS. Frá árinu 2007 hefur fyrirtækið auk þess gefið út bókina Deluxe Visitor’s Guide sem er enn veglegri og er seld í bókabúðum, erlendis og til stórra fyrirtækja.

Vefsíðan www.visitorsguide.is
Þar er hægt að nálgast margvíslegar upplýsingar tengdar starfsemi fyrirtækisins, svo sem úr upplýsingamöppum og Visitor’s Guide. Þar má hlaða niður Visitor’s Guide og einnig bóka hótel um allann heim. Á vefsíðunni eru upplýsingar um viðskiptavini MarkaðsNetsins og tengingar inn á vefsíður þeirra. Einnig hagnýtar ferðaupplýsingar fyrir Íslendinga og útlendinga, auk annars áhugaverðs efnis. Hana er hægt að skoða á sjö tungumálum.

Síðurnar hafa einnig verið settar upp erlendis í 7 löndum, sem þróunarverkefni.

Veitingastadir.is og Restaurants.is
Vefsíðurnar eru þær einu sem bæði innihalda upplýsingar um nær alla veitingastaði á Íslandi og gera notendum kleift að leita á þægilegan hátt í lista af veitingastöðum.

www.veitingastadir.is er ætluð sem heildarlausn fyrir Íslendinga, bæði einstaklinga og fyrirtæki, í leit að góðum matsölustað.
www.restaurants.is er ætluð ferðaskrifstofum, erlendum ferðamönnum og útlendingum búsettum á Íslandi í leit að góðum matsölustað.

Ímynd
NETIÐ leggur áherslu á að byggja upp langtímasamband við viðskiptavini sína með því að mæta væntingum þeirra til langs tíma. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og gott samstarf við starfsmenn í gestamóttökum varðandi Markaðsnetið.