Ráðgjafarfyrirtæki

NETIÐ sérhæfir sig einkum í ráðgjöf á sviði markaðs- og rekstrarmála auk upplýsingatækni þar með talið á sviði markaðssetningar vefsíðna. Einnig gerð viðskiptaáætlana, ímyndarrannsókna og stefnumótunnar. Áhersla er lögð á fagmannleg vinnubrögð sem tengjast langtímastefnumótun viðkomandi fyrirtækis. Fyrirtækið leggur áherslu á að vinna fyrir fyrirtæki sem aðgreina sig á jákvæðan hátt frá keppinautum.

Starfsmenn fyrirtækisins eiga að baki fjölbreytta reynslu og menntun innan stefnumótunar, stjórnunar, verkfræði, markaðsfræði, kennslu og tölvumála.  Nánari upplýsingar eru í flokknum um fyrirtækið.

Meðal verkefna sem við tökum að okkur
og höfum framkvæmt eru:

Stefnumótun
Markaðsrannsóknir
Rekstrarráðgjöf
Upplýsingatækni
Vefsíðugerð og ráðgjöf varðandi vefsíðumál
Markaðsráðgjöf
Tölvu- og tæknimál
Rannsókn á ímynd Íslands, íslenskra vöru og þjónustu erlendis
Ráðgjöf á sviði samkeppnis- og lagalegra mála
Gerð viðskiptaáætlana


MarkaðsNetið

NETIÐ stofnaði einnig viðskiptaeininguna MarkaðsNetið innan ferðaþjónustu sem meðal annars sérhæfði sig í útgáfu ýmissa miðla, enárið 2016 keypti Vegahandbókin útgáfu Visitor‘s Guide bókana og upplýsingamappa á hótelum.


Sigtún 45
105 Reykjavík


Sími +354 551 2707