Rekstrarmál


Yfirferð rekstraráætlana, og mat á verkefnum.

Einnig verðmat fyrirtækja og yfirferð áætlana og tillögur um úrbætur. Slík vinna getur jafnvel aukið verðmæti fyrirtækja umtalsvert.

 

Markaðsmál og sala


Ráðgjöf, aðkoma og aðstoð við markaðs- og sölumál.
Þar með talið verkferlar, söluefni og jafnvel þjálfun starfsfólks. Einnig að útbúa sölu og kynningarefni.

 

Gæðaúttektir


Gæðaúttektir og þjónustukannanir.
Við framkvæmum gæðaúttektir og þjónustukannanir á hótelum, veitingastöðum og víðar.  Það gerum við innanlands en auk þess höfum við gert slík verkefni fyrir fjölda hótela erlendis. Við listum upp atriði jafnt stór sem smá til að bæta upplifun gesta.

Veitingastaðir


Veitingastadir.is

Við eigum og rekum vefinn Veitingastadir.is frá 2006. Þar er fjöldi veitingastaða skráður. Fyrir suma vinnum við að auki að meiri markaðs- og kynningarmálum. Við skrifum jafnframt um veitingastaði og neytendamál. Þar með talið meðal hartnær 18.000 Facebook vina Veitingastadir.is.

Vinir okkar á samfélagsmiðlum eru rúmlega 24 þúsund.

 

Orkumál 


Orkumál

Verkefni á sviði orkumála svo sem mat á fjárfestingakosta. 

Lögfræðileg verkefni 


NETIÐ – Legal
Verkefni einkum á sviði viðskipta- og samkeppnisréttar. Unnið undir heitinu NETIÐ – Legal. Við höfum meðal annars útbúið greinargerðir fyrir viðskiptavini fyrir Samkeppniseftirlitið og Neytendastofu.

 

Rannsóknir meðal ferðamanna og fleira 


NETIÐ hefur gert stórar rannsóknir á erlendum ferðamönnum og fleiru.

Þar má helst nefna rannsókn á ímynd Íslands erlendis og stefnumótunartillögur. Verkefnið fól meðal annars í sér könnun meðal 600 neytenda í Danmörku og Svíþjóð.

-Könnun meðal 800 ferðamanna á Íslandi með tilliti til kaupákvörðunar. Sú stærsta sem gerð hafði verið fram að þeim tíma.

-Fjöldi kannana meðal starfsmanna í ferðaþjónustu svo sem í gestamóttökum.

-Spár um fjölda ferðamanna á Íslandi og greiningar á ferðamönnum

-Kannanir fyrir fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum.